fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Sérsveitin kölluð út í Vesturbænum – Einn handtekinn fyrir meint gabb

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 19:41

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglu barst tilkynning í kvöld um að maður væri særður innandyra í Vesturbænum eftir að hafa verið skotinn.

Mikill viðbúnaður var vegna málsins og var sérsveitin kölluð út og lögregla með mikinn viðbúnað um hálfsjöleytið í kvöld.

Á vettvangi var þó engan slasaðan mann að finna og fór svo að tilkynnandi var handtekinn og færður á lögreglustöð grunaður um gabb.

Tilkynning lögreglu er eftirfarandi:

„Um hálfsjöleytið í kvöld hélt lögreglan að húsi í vesturbæ Reykjavíkur eftir að tilkynning  barst um að innandyra væri karlmaður, sem hefði verið skotinn og væri með áverka. Mikill viðbúnaður var vegna málsins enda tilkynningin mjög alvarleg og héldu lögreglumenn þegar á staðinn, auk þess sem sérsveit ríkislögreglustjóra var strax kölluð til. Á vettvangi var hins vegar engan slasaðan mann að finna, en svo fór að tilkynnandi var handtekinn og færður á lögreglustöð. Talið er að um gabb hafi verið að ræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Í gær

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?