fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Niceair hefur millilandaflug frá Akureyri í sumar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 08:00

Akureyrarflugvöllur. Mynd Isavia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milllandaflug hefst frá Akureyri í sumar. Það er flugfélagið Niceair sem ætlar að standa fyrir því. Áætlað er að flugið hefjist 2. júní.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, flugmanni og framkvæmdastjóra Niceair, að það sé veruleg þörf á millilandaflugi fyrir Norður- og Austurland.

Hann sagði að rannsóknir sýni að 70% þeirra ferðamanna sem vilja koma aftur hingað til lands vilji hefja ferðalagið úti á landi. Þegar þeir komi aftur vilji þeir fara beint út á land en ekki þurfa að ferðast langar vegalengdir til að komast á áfangastað.

Hvað varðar heimamarkaðinn sagði hann það hafa komið á óvart hversu sterkur hann sé. Með flugi frá Akureyri geti fólk komist samdægurs á áfangastað og þurfi ekki að taka tvo aukafrídaga, eins og nú, til að komast til og frá Keflavík.

Boðið verður upp á fimm til sex flug í viku með Airbus 319 vél sem tekur 150 farþega. Í fyrstu verður flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Í gær

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?