fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Minningarathöfn um Fróða Ploder – Lést í hörmulegu slysi í miðborginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 18:45

Fróði Ploder

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl árið 2020 lést Fróði Ploder í hörmulegu slysi í miðborg Reykjavíkur, er hann féll ofan af fjórðu hæð fjölbýlishúss.

Fróði hefði orðið þrítugur þann 27. febrúar næstkomandi og af því tilefni og vegna þess að aðeins 20 manns gátu verið viðstödd jarðarför hans vegna Covid-takmarkana, gangast vinir Fróða fyrir minningarathöfn um hann í Hörpu, sunnudagskvöldið 27. febrúar, kl. 20.

Fróði var tónlistarmaður með meiru og tónlistarflutningur setur sterkan svip á minningarathöfnina. Á Facebook-síðunni „Fróði Minningarathöfn“ segir:

„Núna megum við loksins koma saman og kveðja hann Fróða okkar!!

Athöfnin verður á deginum sem Fróði hefði orðið þrítugur, nánar tiltekið Sunnudaginn 27. febrúar kl. 20:00 í Hörpu.

Þar verða flutt lög með Fróða og félögum hans úr tónlistarbransanum og að því loknu geta þeir sem vilja farið að leiðinu hans. Þar verður m.a. kveikt á 30 kertum í tilefni dagsins og hellingur af himnaljósum (sky lanterns) látin svífa til himna ef veður leyfir (nákvæm dagskrá verður auglýst fljótlega)..

Minningarnar með Fróða verða víst ekki fleiri þannig að okkur vinum og fjölskyldu Fróða sem standa að minningarathöfninni þætti vænt um að þið deilduð með okkur minningum sem þið eigið af honum

Það getið þið gert með að setja inn myndir eða myndbönd sem þið eigið af Fróða (með eða án ykkar) inn hér eða með því að senda þær á netfangið frodi4ever@gmail.com.

Einnig þætti okkur vænt um að fá sendar minningarkveðjur s.s. upptökur af ykkur að segja frá einhverju sem þið Fróði gerðuð saman, eða einfaldlega fá myndir af ykkur með kveðju s.s.

„Takk fyrir vinskapinn Fróði!“, eða eitthvað slíkt. Allt efni sem við fáum sent verður aðeins sýnt í minningarathöfninni, og fer ekki á netið nema þið setjið það beint inn á þessa síðu.

Með fyrirfram þakklæti og von um að sem flestir vinir Fróða sjái sér fært um að koma og kveðja hann með okkur á ógleymanlegan hátt!“

„Við sem stöndum að minningarathöfninni viljum ekki að neinn góður vinur Fróða missi af henni og tækifærinu til að koma og kveðja hann með okkur, og það á þann hátt sem við teljum að Fróði hefði viljað,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla um málið.

Facebook-síðan Fróði Minningarathöfn

Facebook-síða Fróða Ploder

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“