Það var Norman Larsen sem fann WD-40 upp árið 1953. Það var í upphafi hugsað sem vörn fyrir langdrægar eldflaugar. WD stendur fyrir Water Displacement og 40 fyrir að það var í fertugustu tilrauninni sem blandan var fullkomnuð. Hún var og er leynileg.
Í gegnum tíðina hafa margir uppgötvað að það er hægt að nota WD-40 til margra hluta. Hér á eftir nefnum við nokkra þeirra til sögunnar og til að vekja engan misskilning þá tökum við fram að WD-40, eða innflytjandi þess, kostar þessa grein ekki.
Einnig er rétt að taka fram að það ber að nota efnið í hóflegu magni vegna umhverfisverndarsjónarmiða og einnig er rétt að gæta að augunum þegar það er notað.
WD-40 kemur að góðu gagni þegar rennilás situr fastur. Sprautaðu beint á staðinn þar sem lásinn er fastur og renndu honum síðan aðeins upp og niður til að dreifa úr efninu.
WD-40 getur hjálpað til við að losa glös í sundur en það getur gerst að glös festast svo hressilega saman að það er ómögulegt að losa þau í sundur. Mundu bara að þvo glösin vel eftir þetta.
Ef þú þarft að ná hring af fingri þá er hægt að nota WD-40 til að auðvelda það.
Það er hægt að nota WD-40 til að gera skó vatnsþétta en ekki nota það á skó úr rúskinni.
Ef þú vilt losna við að framrúðan frjósi þá er hægt að koma í veg fyrir það með því að úða WD-40 á hana. Það kemur kannski ekki alveg í veg fyrir að hún frjósi en það verður að minnsta kosti auðveldara að skafa.
Ef snjór er farinn að festast á skóflunni er hægt að úða WD-40 á hana og þá festist hann ekki eins við hana.