fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Líkamsárásir og ökumenn í vímu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 06:29

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær kom maður á lögreglustöðina við Hverfisgötu en hann hafði orðið fyrir líkamsárás skömmu áður. Á áttunda tímanum var tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Árásarþolinn var fluttur á bráðamóttöku. Á tólfta tímanum var óskað eftir aðstoð vegna líkamsárásar og hótana. Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.

Á tíunda tímanum var maður handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar og fyrir að hafa í hótunum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar reyndist vera án gildra ökuréttinda og hinn hafði verið sviptur ökuréttindum. Hann reyndi að ljúga til um nafn en lögreglan sá við honum.

Á ellefta tímanum komu lögreglumann að manni sofandi í bifreið í Hafnarfirði. Hann reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum.

Á fyrsta tímanum í nótt var maður handtekinn í Vesturbænum eftir að hafa verið með hótanir. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns