Lionel Messi hefur átt í stökustu vandræðum með að skora mörk í frönsku úrvalsdeildinni en honum tókst að skora í gær.
Messi skoraði eitt mark í 5-1 sigri PSG á Lille en um var að ræða annað mark Messi í frönsku deildinni.
Messi skoraði síðast í deildinni í nóvember og því er tæplega þriggja mánaða bið á enda.
Messi hefur hins vegar verið heitur í Meistaradeildinni sem fer aftur af stað í febrúar.
Mark Messi í gær má sjá hér að neðan.
Didn’t see this till now but Messi scored with a nice little dink in PSG’s win over Lille. Goal drought over.
— Marcus Chhan (@MarcusChhan) February 7, 2022