fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Bandarískur Emmy-verðlaunahafi má búast við handtöku næst þegar hann heimsækir Ísland

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. febrúar 2022 17:30

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag eru birt dómsorð Héraðsdóms Suðurlands yfir Bandaríkjamanni á fertugsaldri. Dómur í málinu féll þann 21. október síðastliðinn en um var að ræða brot á umferðalögum þó ekki komi fram hvers eðlis það var.

Dómsorðið er á þá leið að Bandaríkjamaðurinn, sem heitir Graham M. Bensinger, greiði 210 þúsund króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins en sæti ella fangelsi í 16 daga. Þá var hinn ákærði sviptur ökurétti í einn mánuð frá birtingu dómsins. Í ljósi þess að rúmlega þrír mánuðir eru liðnir síðan dómurinn féll þá má reikna með því að Bandaríkjamaðurinn verði handtekinn á Íslandi næst þegar hann heimsækir landið heim.

Skjáskot af Instagram-síðu Graham M. Beringer frá Íslandsheimsókn hans í fyrra

Það sem vekur athygli er að Graham M. Bersinger er þekktur fjölmiðlamaður og frumkvöðull í Bandaríkjunum. Hann er fæddur árið 1986 hneigðist snemma til blaðamennsku því þegar hann var 14 ára gamall var talað um hann sem undrabarn á því sviði. Hann var á táningsaldri þegar hann tók viðtal við O.J. Simpson sem endaði með að vera sýnt í hinum heimsfræga sjónvarpsþætti Good Morning America.

Hann vann í mörg ár í lausamennsku við ýmsar útvarps- og sjónvarpsstöðvar en árið 2010 fór hann í loftið með sjónvarpsþættina „In Depth with Graham Bensinger“ sem snúast um að  þáttarstjórnandinn ferðast um heiminn og tekur ítarleg viðtöl við heimsþekkta einstaklinga með sérstakri áherslu á íþróttafólk.

Á heimasíðu þáttarins, sem sýndur er á helstu kapalsjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna, kemur fram að 3 milljónir áhorfenda horfi á þættina í hverri viku. Stærsta stund Bersinger á ferlinum er vafalaust Emmy-verðlauna viðtal hans við Mike Tyson árið 2012 en hann hefur einnig tekið eftirtektarverð viðtöl við Lewis Hamilton, Novak Djokovic, Dennis Rodman, Arnold Schwarzenegger í og Richard Branson svo einhverjir séu nefndir.

Nýverið hóf síðan Bensinger að selja áskrift af viðtölum á Youtube og er hann með rúmlega 600 þúsund mánaðrlega áskrifendur í dag. Hann hefði því átt að eiga fyrir sektinni sem íslensk yfirvöld lögðu á hann.

 

Bensinger hlaut Emmy-verðlaun fyrir viðtal sitt við Mike Tyson

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli