fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Hödd svarar Ragnari: „Ekkert forræðisdeilumál“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 10:36

Hödd Vilhjálmsdóttir. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill gerir athugasemd við yfirlýsingu Ragnars Gunnarssonar, barnsföður síns, sem hefur ákveðið að stíga til hliðar frá starfi sínu sem framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg.

Hödd steig fram í viðtali í Vikunni og sakaði Ragnar um heimilisofbeldi. Lögmaður Ragnars hótaði Vikunni málsókn vegna viðtalsins.

Sjá einnig: Vikunni hótað lögsókn vegna viðtals við Hödd um heimilisofbeldi – „Hann hætti með mér daginn eftir að pabbi minn dó“

Ragnar segir í yfirlýsingu sinni að deilur hans og Haddar um forræði yfir dóttur þeirra séu í farvegi. Hann telji ekki rétt að úttala sig um sína hlið í fjölmiðlum. „Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi,“ segir Ragnar. DV greindi frá yfirlýsingu Ragnars í frétt fyrr í dag:

Sjá einnig: Ragnar stígur til hliðar hjá Brandenburg í kjölfar ásakana um heimilisofbeldi

Í tilefni yfirlýsingar Ragnars vill Hödd Vilhjálmsdóttir koma því á framfæri að engin forræðisdeila sé í gangi á milli hennar og Ragnars.

„Ég hef fengið staðfest hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að ekkert forræðisdeilumál tengt okkur er í gangi hjá embættinu. Ragnar talar um deilur og forræði en ekkert slíkt er í gangi,“ segir Hödd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“