fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Þrír af hverjum fjórum hlynntir bólusetningum barna 5-11 ára gegn kórónaveirunni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. janúar 2022 15:11

Frá bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára í Laugardalshöll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúm 74% aðspurðra í nýrri könnun Maskínu eru mjög eða fremur hlynnt því að bólusetja 5-11 ára börn við COVID-19. Rúm 11% sögðust hins vegar mjög eða fremur andvíg þessum bólusetningum.

Lítill munur var á kynjunum. Tæp 75% karla sögðust mjög eða fremur hlynntir bólusetningunum en tæp 74% kvenna.

Þegar svör eru skoðuð eftir aldurshópum eru flestir í hópi 60 ára og eldri sem segjast mjög hlynntir, eða 61%. Flestir í hópi þeirra sem sögðust mjög andvígir eru á aldrinum 30-39 ára, eða 10,6%.

Þegar svörin eru skoðuð eftir búsetu voru flestir þeirra sem sögðust mjög hlynntir búsettir á höfuðborgarsvæðinu, eða 54%.

Þá var tekjuhæsti hópurinn, fólk með tekjur 1,2 milljón eða hærri mánaðarlaun, stærstur þeirra sem sagðist mjög hlynntur bólusetningunum, eða 63,1%.

Frá Maskínu:

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundum.

Könnunin fór fram dagana 6.-17. 2022 og voru svarendur 902 talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast