fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Reykjavíkurleikarnir hefjast í dag – Skák verður í fyrsta sinn hluti af leikunum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. janúar 2022 10:18

Nýjasti stórmeistari Íslendinga, Guðmundur Kjartansson, mun spreyta sig á Reykjavíkurleikunum auk Íslandsmeistarans Hjörvars Steins Grétarssonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavik International Games fer fram í fimmtánda sinn dagana 29. janúar til 6. febrúar 2022. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Reykjavik International Games er mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 15-20 einstaklingsíþróttagreinum. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna hluti af dagskránni.

Hægt er að nálgast dagskrá leikanna hér auk upplýsinga um streymi á viðburðum og miðasölu. Í dag hefst keppni í borðtennis, júdó, sundi og keilu og skák en þetta er í fyrsta skipti sem hugaríþróttin verður hluti af leikunum.

„Það er mjög ánægjulegt að skák sé orðin hluti af Reykjavíkurleikunum og þetta er kærkomin viðbót í viðburðadagatal íslenskra skákmanna,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksamband Íslands.

Einstaklingskeppni hefst kl.13 í dag í Laugardalshöll og munu öflugir erlendur keppendur glíma við bestu skákmenn Íslands eins og stórmeistarana Hjörvar Stein Grétarsson og Jóhann Hjartarson.

Góð aðstaða verður fyrir áhorfendur og verður hægt að fylgjast með skákunum á risaskjá á staðnum. Auk þess sem skákmeistarinn Ingvar Þór Jóhannesson mun stýra beinni útsendingu á netinu fyrir áhugasama.

Á morgun, sunnudaginn 30. janúar, fer síðan fram fjögurra landa keppni milli Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur í beinni útsendingu á RÚV.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Í gær

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu