fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Tryggja kaupir Consello

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. janúar 2022 17:12

Guðmundur Hafsteinsson og Lárus Hrafn Lárussson, stofnendur Consello, ásamt Baldvin Samúelssyni, stjórnarformanni félaganna, sem er fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggja ehf. hefur keypt allt hlutafé Consello ehf. af Guðmundi Hafsteinssyni og Lárusi Hrafni Lárussyni, stofnendum Consello.

Engar meiriháttar breytingar verða á starfsemi Consello í framhaldi af þessum kaupum og mun fyrirtækið áfram einbeita sér að óháðri ráðgjöf og miðlun á tryggingum fyrirtækja og stofnanna.

Lárus verður forstöðumaður Consello ráðgjafar og mun stýra verkefnum þess. Guðmundur mun áfram sinna flugtengdum vátryggingum og aðrir starfsmenn fyrirtækjasviða félaganna munu sinna störfum sínum í nafni Consello. Tryggja mun eftirleiðis einbeita sér að sölu sérhæfðra trygginga, endurtrygginga, fjártækni, vöruþróun, bakvinnslu og tjónauppgjörum af enn meiri krafti. Engar breytingar verða á yfirstjórn Tryggja við kaupin.

„Með kaupum á Consello verður alger aðgreining milli sölu annarsvegar og ráðgjafar hinsvegar. Við teljum það til mikilla hagsbóta fyrir viðskiptavini félaganna. Kaupin muni skila verulegri hagræðingu fyrir félögin á ýmsum sviðum og er áætlað að velta félaganna verði um 800 milljónir á næsta ári og að EBITA-hagnaður verði um 100 milljónir, rétt um 40% betri afkoma en ef félögin hefðu verið með aðskilið reiknings- og mannahald. Við fengum reynslumikinn mann til liðs við félagið, Svavar Hjaltested, til að sjá um fjármálastjórn samstæðunnar og byrjaði hann í september. Svavar mun leiða það mikilvæga verkefni að sjá um ferla, fjárreiður og kostnaðaraðhald. Tryggja og Consello veita ráðgjöf með og miðla rúmlega tveimur milljörðum af iðgjöldum á ári og því er mikilvægt að vanda vel til verka enda með frábært starfsfólk með hátt menntunarstig og mikla þekkingu í heimi vátrygginga,“ segir Baldvin Samúelsson, stjórnarformaður félaganna.

Consello hefur nú þegar flutt aðsetur sitt í höfuðstöðvar Tryggja að Stórhöfða 23 í Reykjavík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“