fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Jón Þórisson verður forstjóri Torgs

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. janúar 2022 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þórisson hefur tekið til starfa sem forstjóri Torgs, útgáfufélags Féttablaðsins, DV og Hringbrautar og tengdra miðla. Hann er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og var aðalritstjóri miðla Torgs þar til í ágúst á síðasta ári og er varastjórnarmaður í félaginu. Hann er því flestum hnútum kunnugur innan þess.

„Þó nærri hálft ár sé liðið síðan ég hvarf héðan á braut hefur tíminn liðið eins og örskot við lögfræðiráðgjöf og tengd verkefni. Nú kem ég hingað til starfa á ný í en öðru hlutverki,“ segir Jón.

„Engum dylst að fjölmiðlarekstur hérlendis er krefjandi verkefni. Ég hlakka til að takast á við það með því hæfileikaríka og dugmikla fólki sem ég veit af eigin raun að hér starfar.“

Jón tekur við starfinu af Birni Víglundssyni, en hann sagði starfi sínu lausu í nóvember s.l.  Björn mun þó vera fyrirtækinu innan handar næstu mánuði og starfa við sérgreind verkefni.

„Ég er þakklátur fyrir tíma minn hjá Torgi og hef átt einkar ánægjulegt samstarf við bæði stjórn félagsins og starfsmenn þess. Um leið og ég óska félaginu og nýjum forstjóra alls hins besta vil ég þakka starfsfólki Torgs fyrir ánægjulegt samstarf,“ segir Björn.

„Um leið og ég þakka Birni einstaklega gott samstarf býð ég Jón velkominn til starfa ,“  segir Helgi Magnússon stjórnarformaður Torgs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka