fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Brjálaðir Íslendingar hella sér yfir danska stjörnu – „Þetta virðist vera venjulegt fólk“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 07:00

Jacob Holm í baráttu við Karl Konan í leiknum gegn Frakklandi á miðvikudaginn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið fram hjá mörgum að Ísland komst ekki í undanúrslit EM í handbolta að þessu sinni. Eftir tap liðsins gegn Króötum var eina vonin um að komast í undanúrslitin sú að Danir myndu sigra Frakka í lokaleik riðilsins en svo fór ekki. Í kjölfarið hafa leikmönnum og þjálfurum danska liðsins borist fjöldi grófra skilaboð þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum og sakaðir um að hafa samið um úrslit leiksins fyrir fram.

Einn þeirra leikmanna sem hefur fengið skilaboð af þessu tagi er Jacob Holm. Í samtali við B.T. sagði hann að honum hafi borist „rúmlega lófafylli“ af slíkum skilaboðum. Hann sagði að sumir liðsfélagar hans hafi fengið fleiri skilaboð en hann og sagðist ekki skilja í þessu.

„Ég verð alltaf reiður yfir að fólki geti dottið svona í hug. Ég verð svo hissa á þessu þegar ég skoða prófíla þeirra sem senda svona. Þetta virðist vera venjulegt fólk sem skrifar svona. Það er furðulegt og ég er hissa á þessu,“ sagði hann og nefndi dæmi um innihald skilaboðanna sem honum hafa borist: „Þeir skrifa að ég sé „cunt“, að við höfum samið um úrslitin fyrir fram og að við séum „rasshausar“.“

Holm spilaði einna best af dönsku leikmönnunum gegn Frakklandi og honum finnst ekki mikið til þeirra koma sem saka Dani um að hafa tapað viljandi. „Það er algjörlega út í hött. Það tengist raunveruleikanum ekki neitt. Við ætluðum að gera allt sem við gátum til að vinna leikinn og við vildum gera allt sem við gátum til að slá Frakka úr keppni. Það gátum við bara ekki síðustu 10 mínúturnar. Við erum enn fúlir yfir því en við hlökkum til undanúrslitanna.“

Þegar hann las skilaboðin sem honum bárust á samfélagsmiðlum leyndi sér ekki að sendendurnir voru af íslensku bergi brotnir. „Ég hef fengið skilaboð eftir leiki í Búndeslígunni en þau eru oftast frá fólki sem hefur tapað peningum en þessi snerust meira um þjóðarstolt. Ég er ekki sérfræðingur í íslenskum eftirnöfnum en það var greinilegt að það voru Íslendingar sem sendu þessi skilaboð,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast