fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Þrautaganga dráttavélarkaupanda – Milljónakröfur vegna bilaðrar Solis 90 fyrir héraðsdóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 20:00

Traktorara hafa komið mikið við sögu í mótmælunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður stefndi fyrirtækinu Vallarbraut ehf. fyrir Héraðsdóm Reykjaness vegna dráttavélarkaupa frá árinu 2016. Krafðist hann samtals vel á áttundu milljón í skaðabætur, þar sem meirihluti kröfunnar snerist um riftun á kaupum vélarinnar en 700 þúsund krónur voru fyrir meint tekjutap sem maðurinn sagðist hafa orðið fyrir vegna bilunar vélarinnar.

Bilanasagan er rakin með þessu orðum í texta dómsins:

„Samkvæmt gögnum málsins komu fljótlega fram frávik eða bilanir á vélinni, og með stefnu málsins fylgdi útskrift af viðgerðarsögu vélarinnar frá afhendingu og til 30. október 2017. Þar kemur fram að 22. desember 2016, eða 10 dögum eftir afhendingu hennar, hafi vélin ekki startað, og aðilar á vegum stefnda þá farið að bæ stefnanda og í ljós komið að startrofi í vendigír virkaði ekki, en með því að taka hann úr sambandi hafi vélin startað. Vélin hafi síðan verið prófuð og hún virkað, en stefnandi kvartað yfir ýmsu. Þann 12. janúar 2017 er enn skráð að vélin starti ekki. Þann 17. janúar 2017 eru skráðar ýmsar úrlausnir, svo sem um atriði tengd rafgeymi og að settir hafi verið boltar í bretti sem voru brotnir, auk þess að skipt hafi verið um kúplingsrofa sem hafi virkað skringilega. Þann 18. janúar 2017 er skráð að stíga þurfi á pedala og að sleppa pedala svo að vél starti, og þá hafi rofi verið tekinn úr og tengt yfir tengi fyrir rofa. Í maí 2017 er skráð um ýmis atriði, svo sem varðandi flotholt í olíutanki og bretti vélarinnar. Enn er skráð um úrlausnir þessu tengdar í júlí 2017. Þann 21. ágúst 2017 er skráð „Ath. mótor“. Var vélin þá skoðuð og sett í gang, en þá hafi smurolía komið út um púst og því verið ákveðið að flytja vélina á verkstæði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Við skoðun þar hafi komið í ljós að stimplar og slífar hafi verið ónýtir ásamt spíssum og heddi, og að taka þurfi upp mótorinn „frá A-Ö“. Í tölvupósti frá viðgerðarmanni KS til stefnda, dags. 25. ágúst 2017, kemur fram að einn frosttappi hafi farið úr mótornum, og í skýrslu hans fyrir dómi kom fram að hann vissi ekki hvort stimpill eða frosttappi hefði bilað á undan. Í framhaldi þessa hafi verið ákveðið að setja nýjan mótor í vélina, með aðstoð sérfræðings frá framleiðanda. Í viðgerðarsögu kemur fram að þann 19. september 2017 hafi verið lokið við að setja allan búnað á vél og vélinni reynsluekið, og allt virkað.“

Sökuðu manninn um áróður á samfélagsmiðlum

Dráttarvélin var sett í viðgerð hjá verkstæði Kaupfélags Skagfirðinga en maðurinn neitaði að sækja vélina eftir að viðgerðum lauk í september árið 2017. Stóð hún óhreyfð fyrir utan verkstæðið í tvo mánuði eftir að viðgerð lauk. Síðar sama haust lagði lögmaður mannsins fram kröfu til Vallarbrautar um að rifta kaupunum. Þeirri kröfu var hafnað.

„Lögmaður stefnda svaraði framangreindu bréfi 13. ágúst 2018, þar sem bent var á að ekki yrði séð hvernig hægt væri að koma frekar til móts við stefnanda, sem hefði auk þess haft uppi áróður á samfélagsmiðlum í því skyni að eyðileggja viðskiptavild stefnda,“ segir í texta dómsins.

Dómurinn hafnaði kröfum mannsins

Þrátt fyrir að dómarinn hafi hafnað ýmsum forsendum í málatilbúnaði Vallarbrautar fór svo að fyrirtækið var sýknað af kröfum mannsins. Vallarbraut taldi fyrir það fyrsta að vísa bæri málinu frá vegna aðildarskorts þar sem Landsbankinn hafi verið kaupandi dráttarvélarinnar en maðurinn var með vélina í kaupleigu hjá bankanum. Hann gerði hins vegar upp við bankann og dómurinn segir hann hafa lögvarða hagsmuni í málinu.

Ennfremur féllst dómurinn á að bilanir í vélinni væri óvenjulegar miðað við hvað hún væri ný. Hins vegar væri ósannað að maðurinn hefði setið upp með varanlegt tjón þar sem Vallarbraut staðið straum að kostnaði af viðgerðum á vélinni og annað sé ósannað en að vélin hafi verið í lagi eftir viðgerðirnar.

Var niðurstaðan sú að Vallarbraut er sýknuð af öllum kröfum mannsins en málskostnaður fellur niður.

Hér hefur aðeins verið drepið á helstu atriði málsins en dóminn má lesa hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum