fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Reif þjófavörn af gallabuxum í Lindex

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 11:00

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. janúar síðastliðinn var kona sakfelld í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa reynt að stela gallabuxum úr Lindex á Glerártorgi Akureyri.

Atvikið átti sér stað þann 15. apríl á síðasta ári. Konan reif þjófavörn af gallabuxum að verðmæti tæpar 9.000 krónur, klæddi sig í buxurnar en starfsmenn verslunarinnar tóku eftir athæfi hennar og tóku af henni buxurnar.

Konan var ekki viðstödd réttarhöldin en henni hafði verið birt fyrirkall um þau. Hún hefur áður gerst brotleg við lög og hlaut dóm árið 2016, meðal annars fyrir þjófnað. Hún hlaut einnig dóm haustið 2019 og með þessu broti rauf hún skilorð vegna þess dóms.

Var konan dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. Enginn málskostnaður hlaust af málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila