fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Pressan

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar

Pressan
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 07:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða 10 ára langrar rannsóknar á vegum UL Firefighter Safety Research Institute sýnir að það getur skipt miklu varðandi öryggi fólks hvort það sefur með svefnherbergisdyrnar opnar eða lokaðar ef eldur kemur upp á heimilinu.

Það er því ansi góð hugmynd að sofa með lokaðar svefnherbergisdyr miðað við niðurstöður rannsóknarinnar.

Allt frá 2008 hefur stofnunin rannsakað hvaða áhrif opnar dyr og gluggar hafa á útbreiðslu elds á heimilum. Niðurstaðan er eins og fyrr segir að lokaðar dyr geti skipt miklu máli, verið spurning um líf eða dauða. „Munurinn er svo mikill að fólk getur lifað miklu lengur í herbergi með lokuðum dyrum,“ er haft eftir Stephen Kerber, forstjóra stofnunarinnar, í fréttatilkynningu.

Í svefnherbergjum, þar sem dyrnar voru lokaðar þegar eldur kom upp, náði hitinn upp í 38 gráður en þar sem dyrnar stóðu opnar náði hann allt að 500 gráðum.

Þegar eldur kemur upp eru það náttúruleg viðbrögð að opna dyr til að koma reyknum út en þegar dyr eru opnar er um leið opnað fyrir súrefnisflæði sem er eldsneyti fyrir eld. Ef fólk hefur dyr og glugga lokaða brennur eldurinn ekki eins vel og það tekur hann lengri tíma að breiðast út, þannig gefst meiri tími fyrir fólk til að komast út eða það getur beðið lengur eftir aðstoð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lyktarskyn dótturinnar kom upp um morðingja móður hennar

Lyktarskyn dótturinnar kom upp um morðingja móður hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf