fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Afríkukeppnin: Kamerún áfram þrátt fyrir hetjulega frammistöðu Kómoreyinga

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 24. janúar 2022 21:10

Leikmenn Kamerún fagna í kvöld (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimamenn í Kamerún eru komnir áfram í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar eftir nauman sigur á Kómoreyjum í kvöld.

Vinstri bakvörðurinn Chaker Alhadhur byrjaði í markinu hjá Kómoreyjum þar sem allir markverðir liðsins voru með kórónuveiruna.

Útlitið varð strax slæmt fyrir gestina þegar Nadjim Abdou, varnarmaður Kómoreyja. fékk beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu strax á 6. mínútu leiks. Karl Toko Ekambi kom Kamerún svo yfir á 29. mínútu með fyrsta skoti liðsins í leiknum og staðan 1-0 í hálfleik.

Alhadhur átti fínar markvörslur í seinni hálfleik en Kómóreyingar ógnuðu marki með skyndisóknum Kamerún þrátt fyrir að vera manni færri.

Vincent Aboubakar bætti við öðru marki fyrir Kamerún á 69. mínútu en Youssouf M’Changama minnkaði muninn í 2-1 með frábæru marki beint úr aukaspyrnu.

Lengra komust Kómoreyingar þó ekki og lokatölur 2-1 fyrir Kamerún sem mætir Gambíu í 8-liða úrslitunum 29. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“