fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Tveir handteknir

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 15:00

Rudiger er fyrrum leikmaður Chelsea. Getty images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir aðilar hafa verið handteknir eftir að Antonio Rudiger leikmaður Chelsea varð fyrir árás í gær. Hlutum var kastað í hann á meðan leik liðsins við Tottenham stóð.

Leiknum lauk með góðun 2-0 sigri Chelsea. Lítið var um opin færi í fyrri hálfleik en mikill hiti var í mönnum. Chelsea var meira með boltann en liðið átti þó aðeins eitt skot á markið. Harry Kane kom boltanum í netið fyrir Tottenham í fyrri hálfleik en markið var dæmt af. Markalaust var er liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.

Leikmenn Chelsea byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en Hakim Ziyech kom heimamönnum yfir með stórkostlegu marki strax í byrjun seinni hálfleiks. Thiago Silva tvöfaldaði forystuna á 55. mínútu með flottum skalla eftir stoðsendingu Mason Mount og reyndist það vera lokamark leiksins.

Það hefur færst í aukanna að hlutum sé kastað í leikmenn en tveir aðilar sem sagðir eru bera sök á máli voru handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga