fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Sunnudagshugvekja Brynjars Níelssonar – „Ofstækið hefur náð völdum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. janúar 2022 14:04

Ljósmynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson ritar á Facebook það sem hann kallar „sunnudagshugvekju“ og fjallar um nokkur mál sem brenna á mörgum þessa dagana og það sem honum finnst sammerkt í umræðu um þessi tilteknu mál, nefnilega meðvirkni.

„Meðvirkni í íslensku samfélagi er að slá öll fyrri met. Hún er orðin að einhvers konar dygðaskreytingu. Þeir sem hafa ekki sannfæringu fyrir öllum sóttvarnaaðgerðum, heimsendi vegna loftslagsvár, feðraveldinu og banni gegn blóðmerahaldi þurfa helst að sæta útilokun og bannfæringu. Fleira mætti telja,“ segir Brynjar.

„Það hefur bara ein skoðun verið leyfð þegar kemur að sóttvörnum. Hún er sú að fylgja tillögum sóttvarnalæknis og helst ganga lengra. Flestir í þessum hópi koma úr röðum eftirlaunamanna og opinbera starfsmanna, sem ekki hafa orðið fyrir tekjutapi vegna sóttvarnaaðgerða, heldur þvert á móti. Nú er krafan að opinberir starfsmenn fái sérstakar álagsgreiðslur vegna veirunnar. Það er eins og margir séu búnir að gleyma því að yfirvinnutaxti inniheldur álagsgreiðslur. Hugur minn er ekki aðallega hjá opinberum starfsmönnum þrátt fyrir álag þar á bæ heldur þeim sem hafa orðið fyrir tekjutapi eða misst vinnuna og lífsviðurværið,“ segir hann.

Brynjar bendir á að aðgerðir í faraldri sem þeim sem nú geisar snúist ekki aðeins um að draga úr smitum eða koma í veg fyrir þau heldur sé málið mun flóknara, eins og sóttvarnalæknir sjálfir hafi benti á.

„Þess vegna höfum við þjóðkjörna fulltrúa til að taka ákvarðanir og bera ábyrgðina. Þeir þurfa að taka tillit til fleiri þátta en eingöngu útbreiðslu smits. Sérfræðingablæti þjóðarinnar er komið út fyrir öll mörk.

Loftslagsmálin eru farin að bera keim af bókstafstrú. Stefnir í að efasemdarmenn verði afgreiddir eins og hverjir aðrir villutrúarmenn. Ofstækið hefur náð völdum. Það eru allir sammála um þau markmið að draga úr úrgangi og mengun sem fylgir okkur. Ástæðulaust er samt að auka fátækt og hörmungar hundruð milljóna manna um allan heim í öllu ofstækinu. Það er ekki eins og vísindin séu með allt á hreinu í þessum efnum,“ segir hann.

Hugvekju Brynjars má lesa hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Í gær

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“