fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

80 ár frá Wannsee ráðstefnunni – Skipulögðu þjóðarmorð gyðinga á 90 mínútum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. janúar 2022 15:00

mynd/wikicommons samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttatíu ár voru í gær liðin frá því að nasistar lögðu grunn að hryllingnum sem átti síðar eftir að verða að veruleika í útrýmingarbúðum nasista, en fundurinn átti sér stað í litlu sveitasetri í útjaðri Berlínar í Wannsee og átti síðar eftir að fá nafnið Wannsee ráðstefnan.

Fimmtán hátt settir meðlimir nasistaflokksins og þýska hersins komu þar saman og aðeins 90 mínútum síðar höfðu þeir lagt lagt línurnar um hvernig staðið skyldi að flutningi milljóna gyðinga og annarra „óæskilegra“ í útrýmingarbúðir. Vekur skilvirkni nasista enn hrylling í dag, öllum þessum áratugum síðar.

Í grein New York Times um málið í gær sagði frá því að aðeins eitt eintak af fundargerð hafi lifað stríðið af, en nasistarnir voru þekktir fyrir ítarlegar skýrslugerðir um allt sem þeir framkvæmdu. Raunar er það svo að nánast hvert einasta morð í útrýmingarbúðunum um gjörvalla Evrópu er til á skrá einhvers staðar.

Þessi staka fundargerð fannst í gögnum þriðja ríkisins tveimur árum eftir stríðslok og var mikilvægi þess strax ljóst. Gögnin voru meðal annars notuð sem sönnunargögn í Nuremberg réttarhöldunum.

Sjálft sveitasetrið, villan í Wannsee, stóð svo ónotuð í langan tíma þar til hún var notuð sem gistiheimili fyrir ungmenni í skólaferðalögum. Eftir fall múrsins og sameiningu Þýskalands var húsinu svo loks breytt í minningarreit fyrir þá sem létust í útrýmingarbúðum nasista. Sem fyrr segir er húsið í útjaðri Berlínar og er hægt að heimsækja það og safnið sem það hýsir í stuttri ferð frá borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp