fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Danska pressan um magnaðan sigur Íslendinga – Gestgjafarnir í tómu tjóni á meðan Íslendingar stigu stríðsdans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 19:11

Bjarki Már Elísson var markhæstur í leiknum með 9 mörk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TV2 í Danmörku er með áberandi umfjöllun um magnaðan sigur Íslendinga á Ungverjum á EM í handbolta. Ísland vann eins marks sigur og komst áfram í milliriðil með tvö aukastig.

Í fyrirsögn segir að gestgjöfunum hafi mistekist fyrir framan 20 þúsund áhorfendur. Í lok leiksins hafi þeir horft tómeygir á möguleika sína á sæti í milliriðli hverfa á meðan Íslendingar hafi stigið stríðsdans af gleði. Birt er mynd úr áhorfendastúkunni þar sem sést að einn íslenskur fáni sést innan um haf af ungverskum fánum. Segir í myndatexta að Íslendingar hafi verið tilbúnir í undirtölu í leiknum innan vallar og utan.

Þess má geta að Danir verða fyrstu andstæðingar okkar liðs í milliriðli. Reyndar er ofmælt hjá danska miðlinum að Ungverjar séu úr leik því þeir gætu mögulega komist áfram ef Portúgal vinnur Holland í kvöld.

Þá segir að brjáluð stemning hafi verið í höllinni sem hafi verið troðfull af brjáluðum handboltaunnendum og fyrir löngu hafi verið uppselt á leikinn. Íslendingar hafi hins vegar höndlað það mjög vel að vera í minnihluta.

Þá segir að leikurinn hafi verið mikið drama sem hafi nánast skrifað sig sjálft fyrirfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“