fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Danska pressan um magnaðan sigur Íslendinga – Gestgjafarnir í tómu tjóni á meðan Íslendingar stigu stríðsdans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 19:11

Bjarki Már Elísson var markhæstur í leiknum með 9 mörk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TV2 í Danmörku er með áberandi umfjöllun um magnaðan sigur Íslendinga á Ungverjum á EM í handbolta. Ísland vann eins marks sigur og komst áfram í milliriðil með tvö aukastig.

Í fyrirsögn segir að gestgjöfunum hafi mistekist fyrir framan 20 þúsund áhorfendur. Í lok leiksins hafi þeir horft tómeygir á möguleika sína á sæti í milliriðli hverfa á meðan Íslendingar hafi stigið stríðsdans af gleði. Birt er mynd úr áhorfendastúkunni þar sem sést að einn íslenskur fáni sést innan um haf af ungverskum fánum. Segir í myndatexta að Íslendingar hafi verið tilbúnir í undirtölu í leiknum innan vallar og utan.

Þess má geta að Danir verða fyrstu andstæðingar okkar liðs í milliriðli. Reyndar er ofmælt hjá danska miðlinum að Ungverjar séu úr leik því þeir gætu mögulega komist áfram ef Portúgal vinnur Holland í kvöld.

Þá segir að brjáluð stemning hafi verið í höllinni sem hafi verið troðfull af brjáluðum handboltaunnendum og fyrir löngu hafi verið uppselt á leikinn. Íslendingar hafi hins vegar höndlað það mjög vel að vera í minnihluta.

Þá segir að leikurinn hafi verið mikið drama sem hafi nánast skrifað sig sjálft fyrirfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“