fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Danska pressan um magnaðan sigur Íslendinga – Gestgjafarnir í tómu tjóni á meðan Íslendingar stigu stríðsdans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 19:11

Bjarki Már Elísson var markhæstur í leiknum með 9 mörk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TV2 í Danmörku er með áberandi umfjöllun um magnaðan sigur Íslendinga á Ungverjum á EM í handbolta. Ísland vann eins marks sigur og komst áfram í milliriðil með tvö aukastig.

Í fyrirsögn segir að gestgjöfunum hafi mistekist fyrir framan 20 þúsund áhorfendur. Í lok leiksins hafi þeir horft tómeygir á möguleika sína á sæti í milliriðli hverfa á meðan Íslendingar hafi stigið stríðsdans af gleði. Birt er mynd úr áhorfendastúkunni þar sem sést að einn íslenskur fáni sést innan um haf af ungverskum fánum. Segir í myndatexta að Íslendingar hafi verið tilbúnir í undirtölu í leiknum innan vallar og utan.

Þess má geta að Danir verða fyrstu andstæðingar okkar liðs í milliriðli. Reyndar er ofmælt hjá danska miðlinum að Ungverjar séu úr leik því þeir gætu mögulega komist áfram ef Portúgal vinnur Holland í kvöld.

Þá segir að brjáluð stemning hafi verið í höllinni sem hafi verið troðfull af brjáluðum handboltaunnendum og fyrir löngu hafi verið uppselt á leikinn. Íslendingar hafi hins vegar höndlað það mjög vel að vera í minnihluta.

Þá segir að leikurinn hafi verið mikið drama sem hafi nánast skrifað sig sjálft fyrirfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“