fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Örmagna manni komið til bjargar við Keili

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 17:02

mynd/björgunarsveitin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir komu örmagna manni, sem hafði verið á göngu í grennd við Keili, til hjálpar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að neyðarlínunni hafi verið gert viðvart um manninn um eittleytið í dag.

Maðurinn var norðvestur af Keili í hrauninu við Höskuldarvelli og hafði verið á göngu við annan mann frá því fyrr í dag þegar hann varð örmagna af þreytu, en að öðru leiti óslasaður.

Í tilkynningunni segir:

„Svæðið í kringum gönguleiðina að Keili er mjög gróft apalhraun og erfitt yfirferðar. Maðurinn var í lélegu símasambandi í grófu hrauninu og voru því skilyrði til leitar ekki með besta móti. Björgunarsveitarfólk hélt á svæðið úr tveimur áttum, hópar frá Grindavík, Vogum og Hafnarfirði. Rétt fyrir klukkan 15 voru mennirnir fundir þeim var komið fyrir í neyðarskýli og þeim gefin orka og hlúð að þeim örmagna. Maðurinn var óslasaður, orkulaus en að öðru leiti í ágætis ásigkomulagi. Búið var um hann í sjúkrabörum og hjóli komið undir þær, þar sem flytja þurfti hann 2 kílómetra leið að björgunarsveitarbíl.

Þá segir að maðurinn sé nú kominn að björgunarsveitarbílnum sem eigi að flytja hann til byggða ásamt félaga sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“