fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Starfsfólk SÁÁ sendir frá sér harðorða yfirlýsingu – Mótmæla ásökununum harkalega

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 16:08

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SÁÁ hefur verið sakað um að beita Sjúkratryggingum Íslands blekkingum með tilhæfulausum reikningum. Hafa Sjúkratryggingar Íslands krafið samtökin um endurgreiðslu á 175 milljónum króna vegna tilhæfulausra reikninga. Málinu hefur verið vísað til héraðssaksóknara.

Fyrr í dag sendi formaður SÁÁ yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem hann harmaði málið. Í þeirri yfirlýsingu segir hann SÁÁ hafa reynt að skýra hvernig verklaginu hafi verið háttað en að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki tekið tillit til skýringanna.

Lesa meira: Yfirlýsing frá SÁÁ vegna ásakana á samtökin um svindl gegn Sjúkratryggingum Íslands

Nú hafa starfsmenn SÁÁ einnig sent út yfirlýsingu til fjölmiðla vegna málsins. Í þeirri yfirlýsingu segjast starfsmennirnir mótmæla ásökununum sem berast frá Sjúkratryggingum Íslands harkalega. Starfsmennirnir segja að með málsmeðferðinni sé gróflega vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna og starfsemi SÁÁ.

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Vegna alvarlegra ásakana um starfshætti við reikningsgerð til SÍ í heimsfaraldri. Enginn kostnaðarauki ríkis varð til vegna aðgerða SÁÁ í göngudeild 2020.

Starfsmenn SÁÁ mótmæla harkalega þeim ásökunum sem nú berast frá SÍ varðandi þjónustu sem áfengis-og vímuefnaráðgjafar inntu af hendi á tímabilum þar sem ítrustu sóttvarna var krafist af yfirvöldum vegna heimsfaraldurs.

Áfengis – og vímuefnaráðgjafar sinna árlega þúsundum einstaklinga í hópúrræðum í göngudeild. Slíkum hópúrræðum, óbólusettra skjólstæðinga, var ekki forsvaranlegt að halda úti í ströngustu samkomutakmörkunum vegna smithættu af Covid.

Í þeim tilgangi að halda meðferðarsambandi, styrkja bata og koma í veg fyrir bakslag á meðan á takmörkunum stóð, lögðu starfsmenn SÁÁ á sig mikla vinnu á stuttu tímabili við að hringja út í skjólstæðinga og veita þeim upplýsingar, ráðgjöf og stuðning. Er þessi vinna, sem unnin var af heilindum og í góðri trú, nú gerð tortryggileg og jafnvel saknæm. Það er rétt að halda því til haga, að enginn fjárhagslegur ávinningur fyrir SÁÁ eða starfsfólk samtakanna, umfram gildandi samninga, gat hlotist af þessari vinnu. Er með þeirri málsmeðferð SÍ gróflega vegið að starfsheiðri, trúverðugleika og trausti starfsmanna og starfsemi SÁÁ.

Áfengis – og vímuefnaráðgjafar, og allir starfsmenn SÁÁ, munu nú sem áður setja hagsmuni skjólstæðinga sinna í fyrsta sæti og kappkosta að veita áfram bestu mögulegu þjónustu á krefjandi tímum heimsfaraldurs.

Starfsfólk SÁÁ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“