fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Vigfús segir VG senda fólkinu sínu rýting í bakið – „Það var verið að ljúga, svíkja og pretta saklausa fólkið“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 10:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað fær ykkur eiginlega til þess að svíkja fólkið ykkar svona og senda því þennan rýting í bakið sem þið gerið?“ spyr Vigfús Ásbjörnsson, formaður smábátafélagsins Hrollaugs, í pistli sem birtur var á Miðjunni í gær.

Af skrifum Vigfúsar að dæma er hann allt annað en sáttur með Vinstri græn. „Það að stjórnmálaflokkur fari ekki eftir stefnu sinni er ekkert annað en siðlaust valdarán innan flokksins. Fólkið sem kaus flokkinn er flokkurinn og það á að krefjast þess að það fólk sem valdaránið fremur verði sett af ef það fólk sem kaus það eða er utan við valdaránið hefur eitthvað sem getur kallast bein í nefinu,“ segir hann til að mynda í pistlinum.

Ástæðan fyrir ósætti Vigfúsar í garð Vinstri grænna er sú að honum finnst flokkurinn ekki hafa staðið við loforð sín. „Eins og við vitum  þá er yfirlýst stefna Vinstri Grænna að efla hér strandveiðar. Fyrir alþingiskosningarnar í haust, sem voru fyrir svona rúmlega korteri síðan, gengu frambjóðendur VG þorp úr þorpi í kringum landið, teljandi fólki trú um það að með því að kjósa sig væri verið að kjósa með auknum rétti þjóðfélagsins við nýtingu sinna eigin auðlinda í sjávarútvegi í gegnum strandveiðikerfið. Rétti sem fólkið í landinu á sannarlega að hafa nóg af því saman eiga þau auðlindirnar,“ segir hann.

„Afar falleg sjávarútvegsstefna er höfð að leiðarljósi sem flaggað var á hverri einustu fánastöng sem fyrirfinnst í kringum landið.“

Vigfús spyr þá hvað gerðist í kjölfarið og svarar því svo um leið sjálfur. „Það kemur í ljós að það var verið að ljúga, svíkja og pretta saklausa fólkið sem trúði því af einlægni að nú fengju þau loksins tækifæri á að lifa. Lifa í landinu því lífi sem það vill velja sér og sækja í okkar sameiginlegu auðlind í gegnum strandveiðikerfið með mannsæmandi hætti og tækifæri sem allar heiðarlegar þjóðir veita þegnum sínum,“ segir hann.

Að lokum segir hann flokkinn hafa verið kosinn á þing undir fölskum forsendum svo vægt sé til orða tekið. „Hvað kallast þetta annað en valdarán innan stjórnmálaflokksins VG þegar farið er svona á bak orða sinna við fólkið í landinu þegar stefnan sem sem fólkið er fengið til að kjósa er sturtað ofan í klósettið sömu mínútu og kjörstöðum var lokað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“