fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Tveir unglingar fluttir á bráðamóttöku eftir að flugeldar sprungu framan í þá

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. janúar 2022 09:58

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglu var tilkynnt um tvö flugeldaslys í gærkvöldi. Annars vegar var um að ræða 15 ára dreng sem brann á andliti er flugeldur sprakk framan í hann í Háaleitis- og Bústaðahverfi og hins vegar var um að ræða 13 ára dreng sem slasaðist og hendi og í andliti í Hlíðahverfi. Báðir voru fluttir til bráðadeildar til aðhlynningar.

Þetta kom meðal annars fram í dagbók lögreglu. Þar greinir einnig frá því að lögregla hafi í gærkvöldi haft afskipti af 14 ára stúlku vegna vörslu fíkniefna, en tekið var á því máli með aðkomu móður og tilkynningu til Barnaverndar.

Lögregla hafði eins afskipti af 16 ára dreng í miðborginni vegna vörslu fíkniefna og brots á vopnalögum. Drengurinn var færður á lögreglustöð þar sem haft var samband við foreldra og Barnavernd.

Lögreglu var tilkynnt um of marga gesti á veitingastað í miðborginni. Reyndist þar um brotá samkomubanni að ræða. Tvö sóttvarnahólf voru á staðnum en of margir gestir í þeim báðum.

Ruslagámur brann á skólalóð á Seltjarnarnesi, en hann varð að mestu brunninn þegar lögregla mætti á svæðið, en slökkvilið var einnig á vettvangi.

Svo slasaðist ung kona á rafhlaupahjóli í miðborginni. Hún datt og féll með höfuð á gangstéttarbrún og er talið að hún hafi rotast. Samkvæmt dagbók lögreglu var minni konunnar slitrótt þegar hún rankaði við sér og komst hún sjálf heim en var sótt með sjúkrabifreið og færð til Bráðadeildar.

Tilkynnt var um tvö umferðarslys í Kópavogi hverfi 200. Annars vegar var um að ræða bíl sem ók á ljósastaur, en lögreglumenn urðu vitni að slysinu. Er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Hins vegar var um að ræða bifreið sem ekið var á vegrið og þaðan af vettvangi. Hins vegar varð skráningarnúmer bifreiðarinnar eftir á slysstað og fann lögregla bifreiðina skömmu síðar þar sem henni hafði verið lagt í bílastæði. Ökumaðurinn var þá að bak og burt.

Laust eftir miðnætti var tilkynnt um eignaspjöll í Grafarvogi, en um var að ræða skemmdarverk með flugeldum. Annars vegar skemmdur póstkassi í fjölbýlishúsi og hins vegar brotin rúða í skóla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“