fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Enski boltinn: Manchester United glutraði niður tveggja marka forystu – Coutinho gerði gæfumuninn

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 15. janúar 2022 19:33

Philippe Coutinho / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa tók á móti Manchester United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli liðanna.

Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og kom Bruno Fernandes Manchester United yfir strax á 6. mínútu leiksins eftir gjöf frá Martinez, markmanni Aston Villa. Heimamenn náðu að vinna sig betur inn í leikinn þegar leið á en Manchester United leiddi með einu marki í hálfleik.

Bruno tvöfaldaði forystu Manchester United á 67. mínútu er Sanson gerði sig sekan um hræðilega sendingu til baka sem Fred komst inn í og gaf svo á Bruno sem kláraði af öryggi.

Stuttu síðar gerði Steven Gerrard breytingu á sínu liði og setti sinn fyrrum liðsfélaga, Philippe Coutinho, inn á völlinn. Það breytti gangi leiksins og minnkaði Jacob Ramsey muninn eftir flotta sókn heimamanna en Coutinho átti þátt í markinu. Brassinn knái skoraði svo sjálfur mark aðeins fimm mínútum síðar og jafnaði þar með metin.

Manchester United er í 7. sæti með 32 stig en Aston Villa er í 13. sæti með 23 stig.

Aston Villa 2 – 2 Manchester United
0-1 Bruno Fernandes (´6)
0-2 Bruno Fernandes (´67)
1-2 Jacob Ramsey (´77)
2-2 Philippe Coutinho (´82)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Juventus leiðir kapphlaupið

Juventus leiðir kapphlaupið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United