fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Enski deildarbikarinn: Chelsea í úrslit eftir sigur á Tottenham

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 21:51

(Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham og Chelsa mættust í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld. Leikið var á Tottenham Hotspur vellinum.

Chelsea var með tveggja marka forystu frá fyrri leiknum en Thomas Tuchel, stjóri liðsins, tefldi fram sterku byrjunarliði.

Pierluigi Gollini, varamarkvörður Tottenham, stóð á milli stanganna í kvöld en Hugo Lloris var á bekknum. Gollini gerði sig sekan um skelfileg mistök á 18. mínútu þegar hann missti boltann eftir hornspyrnu, boltinn hrökk í bakið á Antonio Rudiger og þaðan í netið og Chelsea komið í þriggja marka forystu í einvíginu.

Tottenham héldu að þeir hefðu fengið dæmda vítaspyrnu eftir um hálftíma leik en endursýningin sýndi að brot Rudiger á Hojbjerg var utan teigs og engin vítaspyrna dæmd. Önnur vítaspyrna var tekin af Tottenham í seinni hálfleik áður en Harry Kane kom boltanum í netið en hann var rangstæður.

Tottenham tókst ekki að skora löglegt mark í leiknum og 1-0 sigur Chelsea í kvöld og 3-0 samtals í einvíginu staðreynd. Chelsea mætir annað hvort Liverpool eða Arsenal í úrslitaleik deildarbikarsins á Wembley í lok febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park