fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Meirihluti landsmanna er hlynntur bólusetningum barna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. janúar 2022 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti landsmanna er hlynntur bólusetningum barna undir 12 ára aldri gegn kórónuveirunni. Eldra fólk er hlynntara þessu en yngra og mesta andstaðan er í aldurshópnum 34 til 55 ára.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Ráðhúsið ráðgjafar og Tölvísi gerðu fyrir Fréttablaðið. Samkvæmt niðurstöðunum eru 70,5% hlynnt bólusetningum barna en 14,4% eru því andvíg. 11,2% hafa ekki skoðun á málinu.

Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar eftir kyni sést að konur eru eilítið hlynntari bólusetningum barna en karlar en 71,2% kvenna eru þeim hlynntar en 69,6% karla. Karlar eru líklegri til að vera andvígir en 17,9% þeirra sögðust vera andvígir en 11,8% kvenna.

Mesti munurinn er þegar niðurstöðurnar eru greindar eftir aldri svarenda. Fólk á aldrinum 18 til 34 ára er síst hlynnt bólusetningum barna en 61,2% þeirra eru hlynnt þeim en í aldurshópnum 35 til 54 ára eru 70,5% hlynnt þeim og hjá fólki 55 ára og eldri eru 72,6% hlynnt þeim.

Mesta andstaðan er á meðal 35 til 54 ára en 19,5% fólks í þeim hópi er andvígt bólusetningum barna. Hjá fólki á aldrinum 18 til 34 ára eru 10,2% á móti og það sama á við um fólk 55 ára og eldra.

Könnunin var gerð í desember og janúar og svöruðu 639 manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast