fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Dúndúrdíll á Brask og Brall vekur athygli – Vill 60 þúsund fyrir hrúgu af stígvélum í fiskikari

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Internetið: Uppspretta endalaus fróðleiks, og góðra díla. Sá síðasti í síðarnefnda flokknum: Hrúga af stígvélum í fiskikari á Facebook síðunni Brask og Brall.

Auglýsingin, sem birtist í gærkvöldi, vakti strax töluverða athygli. „Til sölu þetta kar með tugum vandaðra nýrra [stígvéla] frá 36 upp í 50 að ég held. Verð 60.000. […],“ segir í auglýsingunni og er neðangreind mynd birt með.

Fyrir þá sem vilja kýla á þessi kostakaup, má sjá auglýsinguna hér.

Úr umræðum sem sköpuðust undir auglýsingunni á Facebook má þó ráða að stígvélin eru alls ekki ný, heldur ónotuð, en misjafn skilningur virðist vera lagður í hugtakið „nýtt,“ og olli þessi misskilningur talsverðu fjaðrafoki seint í gærkvöldi.

„Hvaða djöfulsins rugl er þetta!! Þetat er hvorki nýtt né vandað!“ skrifaði einn og virtist talsvert niðri fyrir. „Reyndar aldrei verið notuð og þetta merki kostar skildinginn kæri spekingur,“ svarar seljandinn þá, staðfastur. „Ok. Grútskítugt, illa farið og óparað, sbr. þessa mynd. Og þú segir að þetta séu NÝ stígvél. Eitthvað gruggugt við þetta!!“ bætir efasemdarmaðurinn þá við.

Annar sem hellti sér í umræðurnar í gærkvöldi benti góðlátlega á að betra mætti standa að söluaðferðum: „Það er algert lágmark þegar selja á hluti, að vanda til verka. M.a. að þrífa vöruna og stilla upp svo að vel sé. Hvort sem þetta er góð vara eða ekki, nýtt eða gamalt, þá segir myndin mér bara að þetta sér drasl.“

Þá virðist það vera svo að þar sem aðrir sjá drasl, sjá stórfættir tækifæri til að skóa sig upp fyrir komandi hlákutíð, enda segist seljandinn vera með skóstærðir upp í 50.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni