fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Matthías hafnaði spennandi starfi í Noregi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. desember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Vilhjálmsson framherji FH í efstu deild karla í knattspyrnu fékk spenandi tilboð frá Noregi skömmu fyrir jól. Hefði Matthías tekið tilboðinu hefði hann þurft að leggja knattspyrnuskóna á hilluna.

Norska félagið Vålerenga bauð Matthíasi að gerast aðstoðarþjálfari liðsins en framherjinn knái gekk í raðir FH frá Vålerenga fyrir síðustu leiktíð.

„Það áttu sér stað samtöl en ég vil halda áfram að spila fótbolta. Ég hef klárað UEFA B gráðuna og ætla að halda áfram með þetta, ég þarf svo að finna út úr því hvort ég vilji fara út í þjálfun af fullum krafti,“ sagði Matthías í samtali við 433.is í dag.

„Ég lít á þetta sem flotta viðurkenningu fyrir mig að fá svona boð. Þetta var mjög stórt tækifæri fyrir mig en ég vil halda áfram að spila fyrir FH og ná árangri þar,“ sagði framherjinn geðþekki.

Matthías lék með Vålerenga í tvö tímabil og var vel liðin hjá félaginu. Hjá Vålerenga eru þeir Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Ingi Bjarnason sem félagið keypti í vikunni.

Matthías er 34 ára gamall en hann átti góð níu ár í atvinnumennsku áður en hann snéri heim í FH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að
433Sport
Í gær

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Í gær

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli