fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Fjölskyldufaðir á þrítugsaldri landaði risavinningnum – Hringdi beint í mömmu sína

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. desember 2021 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var lítil fjölskylda sem vann stóra vinninginn í Vikinglotto í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri Getspá kemur fram að fjölskyldufaðirinn, sem er um þrítugt, hafði gerst áskrifandi eftir að stóri vinningurinn kom til landsins síðastliðið sumar og það var ekki lengi að bera árangur, því hann er nú rétt tæpum 439 milljónum krónum ríkari.

Vinningshafinn segist strax hafa fengið ákveðinn fiðring þegar fréttir byrjuðu að birtast í gærkvöldi um að áskrifandi á Íslandi hefði tekið þann stóra en hann ákvað að bíða með að athuga tölurnar enda á leiðinni á jólatónleika.
„Mig langaði líka að upplifa þetta símtal sem ég hef svo oft heyrt um“ sagði hann aðspurður og, mikið rétt, símtalið frá Íslenskri getspá kom á endanum! Og það hefði varla getað komið á betri tíma, segir vinningshafinn, enda eru hann og kærastan í íbúðaleit fyrir sig og litla barnið sitt.

Það var þó ekki kærastan sem fékk fréttirnar fyrst. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja í mömmu“!

Að lokum sagðist vinningshafinn mundu þiggja þá fjármálaráðgjöf sem Íslensk getspá býður öllum þeim sem hreppa stóra vinninga en milljónirnar muni koma sér vel á þessum tímamótum sem litla fjölskyldan stendur ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“