fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Óvissa fylgir Ómíkron en innlagnatíðni vegna þess er lægri í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. desember 2021 07:59

Þórólfur Guðnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar vegna sóttvarnaaðgerða kemur fram að óvissa vegna Ómíkron sé á meðal áhrifaþátta. Af þeim 11.000, sem hafa greinst með afbrigðið í Danmörku, hafa 0,7% þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Innlagnatíðni vegna annarra afbrigða er 1,5%.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, hafi sagt að líklega skýrist á næstu dögum hver innlagnatíðnin vegna afbrigðisins er hér á landi því smitum sé farið að fjölga mjög hratt. „Það má segja að þessi bylgja í Danmörku sé kannski tveimur vikum á undan okkur. Það er ekki farið að reyna á þetta enn þá en það er líklegt að það muni gerast á næstu dögum,“ er haft eftir honum.

Hann sagði stöðuna á Landspítalanum vera erfiða því margir leiti nú þangað vegna annarra veikinda og nokkrir dagar geti liðið þar til fólk, sem greinist með smit, fái vaxandi einkenni og leiti til spítalans.

Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Ríkisstjórnin ákvað að fara að tillögum sóttvarnalæknis að mestu og herða aðgerðirnar vegna þeirrar óvissu sem fylgir Ómíkron.

Í minnisblaði sínu bendir sóttvarnalæknir á að fyrstu tölur bendi til að einkenni af völdum afbrigðisins séu vægari en ekki sé hægt að fullyrða hvort það valdi alvarlegri eða vægari veikindum.

Einnig kemur fram að rannsóknir á undanförnum vikum hafi sýnt að smithæfni Ómíkron sé að minnsta kosti helmingi meiri en smithæfi Delta. Í Danmörku hafa um 80% þeirra sem hafa greinst með Ómíkronafbrigðið fengið tvo skammta af bóluefni, 10% hafa fengið þrjár og 10% voru óbólusettir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”