fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Forstjóri WHO myrkur í máli – „Betra að fresta núna og fagna síðar en að fagna núna og syrgja síðar“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 20:00

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag tilkynnti Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um hertari samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar. Í gær greindust 286 einstaklingar innanlands hér á landi með veiruna, rúmlega 2 þúsund manns eru í einangrun og 12 liggja inni á Landspítalanum.

Svipaða sögu er að segja um smittölur í löndum víða um heim en smit hafa aukist hratt að undanförnu vegna Ómíkrón afbrigðisins.

Ekki eru allir sammála um að tilefni sé til að herða takmarkanir hér á landi og ljóst er að fólk er orðið langþreytt á heimsfaraldrinum. Mikið hefur verið rætt um takmarkanirnar á samfélagsmiðlum undanfarin sólahring og hefur fólk afar misjafnar skoðanir á þeim.

„Betra að fresta núna og fagna síðar en að fagna núna og syrgja síðar“

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), er meðvitaður um að fólk sé orðið þreytt á veirunni, sérstaklega þegar líða fer að jólum.

„Við viljum öll eyða tíma með vinum okkar og fjölskyldu. Við viljum öll að allt verði eðlilegt á ný. Hraðasta leiðin til að gera það er ef við öll saman – leiðtogar og einstaklingar – tökum erfiðar ákvarðanir sem við verðum að taka til að vernda okkur sjálf og aðra,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær.

Þá var Tedros myrkur í máli sínu og hvatti fólk til að fresta samkomum vegna veirunnar. „Það er betra að fresta núna og fagna síðar en að fagna núna og syrgja síðar. Ekkert okkar vill vera á þessum sama stað eftir 12 mánuði, að tala um glötuð tækifæri, áframhaldandi misrétti eða ný afbrigi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”