fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Finna ekki mann sem faldi OxyContin í nærbuxunum – Á að koma fyrir dóm í janúar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. desember 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur birt pólskum manni fyrirkall og ákæru í Lögbirtingablaðinu. Maðurinn er fæddur árið 1989 og er með íslenska kennitölu en í þjóðskrá er hann sagður eiga heimili erlendis.

Manninum er gefið að sök að hafa þann 30. júlí árið 2020 staðið að innflutningi á samtals 271 töflum af ávana- og fíknilyfinu OxyContin 80 mg með flugi frá Gdansk í Póllandi. Í ákæru segir að maðurinn hafi falið lyfin í nærfatnaði sem hann klæddist.

Svo virðist sem maðurinn hafi flúið land einhvern tíma eftir að hann var látinn laus að loknum yfirheyrslum. Er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku á OxyContin-töflunum.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 18. janúar 2022. „Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans  verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum. Birtingarfrestur er einn mánuður,“ segir í fyrirkallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld