fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Kári knattspyrnumaður ársins – Sveindís knattspyrnukona ársins

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmannaval KSÍ hefur valið Sveindísi Jane Jónsdóttur og Kára Árnason knattspyrnufólk ársins 2021. Þetta er í 18. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja.

Knattspyrnukona ársins

Mynd/Ernir

1. sæti
Sveindís Jane Jónsdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Sveindís Jane gekk til liðs við þýska stórliðið Wolfsburg í upphafi árs, en var svo lánuð til Svíþjóðar þar sem hún lék með Kristanstads DFF á nýliðnu tímabili. Þar átti hún stóran þátt í góðu gengi liðsins sem tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sveindís Jane lék 24 leiki með liðinu á tímabilinu og skoraði í þeim átta mörk. Hún er einnig orðin fastur liður í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins sem leikur í lokakeppni EM 2022 næsta sumar. Á árinu hefur hún leikið átta leiki með liðinu og skorað í þeim fjögur mörk
Glódís Perla Viggósdóttir í leik með Bayern. Mynd/Getty

2. sæti
Glódís Perla Viggósdóttir hóf tímabilið með Rosengard í sænsku úrvalsdeildinni áður en hún gekk til liðs við Bayern München í Þýskalandi í júlí. Hún hefur leikið 16 leiki með liðinu síðan þá og skorað í þeim tvö mörk. Glódís Perla er lykilmaður í vörn íslenska kvennalandsliðsins og lék þar átta leiki á árinu, en þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul hefur hún leikið 97 A landsleiki og er ljóst að hún brýtur 100 leikja múrinn á nýju ári.
GettyImages

3. sæti
Dagný Brynjarsdóttir hefur átt gott ár og er í stóru hlutverki hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Hún hefur leikið 19 leiki með liðinu á árinu og skorað í þeim tvö mörk. Dagný hefur verið fastamaður með íslenska kvennalandsliðinu á árinu, leikið sjö leiki og skorað tvö mörk.

Knattspyrnumaður ársins

Mynd/Valli

1. sæti
Kári Árnason er Knattspyrnumaður ársins í fyrsta skipti. Kári lék með Víking R. á síðasti tímabili, en lagði skóna á hilluna að því loknu. Hann varð tvöfaldur meistari með liðinu í sumar, en Víkingar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn síðan 1991 ásamt því að verja Mjólkurbikarinn. Kári lék 23 leiki í deild og bikar á tímabilinu og skoraði í þeim eitt mark, en það kom einmitt í síðasta leik hans á ferlinum, í bikarúrslitunum gegn ÍA. Hann lék þrjá leiki með íslenska karlalandsliðinu á árinu, en fyrir leik liðsins gegn Liechtenstein 11. október var hann heiðraður fyrir feril sinn með liðinu.
Mynd/Valli

2. sæti
Birkir Bjarnason gekk til liðs við Adana Demirspor í Tyrklandi síðastliðið sumar frá Brescia. Þar hefur hann komist vel inn í liðið, leikið 14 leiki á tímabilinu og skorað í þeim þrjú mörk. Hann lék alla leiki karlandsliðsins á árinu, 13 talsins, og skoraði í þeim eitt mark. Birkir varð í lok árs leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi og hefur hann nú leikið 105 A landsleiki og skorað 14 mörk.
© 365 ehf / Eyþór

3. sæti
Jóhann Berg Guðmundsson leikur sem fyrr með Burnley í ensku úrvalsdeildinni, en þar hefur hann verið frá 2016. Á tímabilinu hefur hann leikið 16 leiki með liðinu, en liðið er í 18. sæti deildarinnar. Jóhann Berg lék fjóra leiki með karlalandsliðinu á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“