fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Breskur náriðill dæmdur í ævilangt fangelsi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 08:15

David Fuller. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski náriðillinn David Fuller, 67 ára, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir níðingsverk sín. Hann níddist kynferðislega á líkum að minnsta kosti 102 kvenna og stúlkna í líkhúsum sjúkrahúsa á Englandi. Hann myrti einnig tvær ungar konur, Wendy Knell og Caroline Pierce, árið 1987.

Independent segir að Fuller hafi fengið tvo lífstíðardóma fyrir morðin og 12 ára fangelsi að auki fyrir að hafa níðst á líkunum. Cheema-Grubb, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna: „Þú munt eyða hverjum einasta degi, sem þú átt ólifaðan, í fangelsi.“

Fuller var handtekinn á síðasta ári eftir að niðurstaða úr DNA-rannsókn lá fyrir en lögreglan var þá að rannsaka morðin tvö. Við húsleit heima hjá honum fann lögreglan myndefni af honum þar sem hann var að níðast á líkum í líkhúsum. Það hafði hann gert í rúman áratug þegar hann náðist.

Paul Fotheringham, yfirlögregluþjónn, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að lögreglan væri nú að rannsaka óupplýst mannshvörf og hvort Fuller hafi komið við sögu í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum