fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Fundu 1.500 tonn af íslensku plasti í Svíþjóð sem búið var að borga stórfé til að endurvinna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. desember 2021 09:44

Skjáskot af vef Stundarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamenn Stundarinnar, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson og Davíð Þór Guðlaugsson, gerðu sér á dögunum ferð til bæjarins Påryd í Svíþjóð þar sem þeir höfðu upp á að minnsta kosti 1.500 tonn af íslensku plasti, sem legið hefur óhreyft í fimm ár, í niðurníddu vöruhúsi. Þar innan- og utandyra fundu þeir plastúrgang frá vörumerkjum eins og Bónus, Krónan og MS sem öll starfa eftir strangri umhverfissstefnu. Hægt er að lesa um málið í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Úrvinnslusjóði átti plastið að hafa verið endurunnið en í grein Stundarinnar kemur fram að endurvinnslufyrirtækin Íslenska gámafélagið og Terra hafi fengið hundruði milljóna króna úr sjóðnum til þess að endurvinna plast – þar á meðal það sem endaði í vöruhúsinu ytra. „Íslenski plasthaugurinn í Svíþjóð er dæmi um hvernig rekjanleiki í endurvinnslu getur brugðist, án afleiðinga fyrir þá íslensku aðila sem bera formlega ábyrgð,“ segir í grein Stundarinnar.

Bjartmar Oddur stendur á plasthaug fyrir utan vöruskýlið í Svíþjóð Skjáskot/Davíð Þór

Þá kemur fram að Úrvinnslusjóður hafi haft vitneskju um tilvist plastsins í vöruhúsinu síðan í október 2020 en hafi ekki með neinum hætti brugðist við vandamálinu.

Sjá einnig: Formaður Úrvinnslusjóðs segir af sér – Sjóðurinn ekki skilað ársskýrslu í fimm ár og sætir nú rannsókn

Milliliðurinn í málinu er sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec en saga þess er vafasöm í meira lagi. Fyrirtækið hefur verið kært til lögregluyfirvalda í Noregi og Svíþjóð, ásamt því að hafa sætt rannsókn í Lettlandi vegna starfshátta sinna. Þrátt fyrir hneykslismál tengd fyrirtækinu stunda íslensk fyrirtæki enn viðskipti við fyrirtækið enda er ódýrast að senda plastið til Svíþjóðar frekar en virtari fyrirtækja annarsstaðar í Evrópu.

Hér er hægt að lesa umfjöllun Stundarinnar um málið en inn í það fléttast meðal annars þekktur sænskur glæpamaður á svæðinu sem hafði þegið greiðslu frá Swerec til þess að sjá til þess að plastið yrði endurunnið. Sá samningur gekk ekki eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi
Fréttir
Í gær

Sara Rós hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna

Sara Rós hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump