fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Alvarlega staða í Danmörku – Aðeins 10 gjörgæslurými laus

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 08:00

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn voru aðeins 10 gjörgæslurými laus í Danmörku. Nú liggja á sjöunda tug COVID-19-sjúklinga á gjörgæsludeildum danskra sjúkrahúsa og auðvitað fjöldi annarra sjúklinga.

Á síðustu 10 mánuðum hefur gjörgæslurýmum í landinu fækkað um 23,7% eða úr 406 í 310. Politiken skýrir frá þessu og byggir á skýrslu sem var gefin út af Regionernes Kliniske Kvalitetsudviklingsprogram.

Politiken hefur eftir Anders Perner, prófessor og yfirlækni á gjörgæsludeild Ríkissjúkrahússins í Kaupmannahöfn, að of fá gjörgæslurými séu í landinu og það sé mikið áhyggjuefni. Annað sé ekki um það að segja.

Fækkun gjörgæslurýma er tilkomin vegna skorts á starfsfólki og þá aðallega gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að sögn Politiken. Samtök danskra lækna segja stöðuna mikið áhyggjuefni.

Hjúkrunarfræðingar hafa átt í kjaradeilum við hið opinbera og fóru í 10 vikna verkfall í vor. Lög voru að lokum sett á verkfallið og kjaramálin send í gerðardóm sem hefur ekki enn lokið störfum. Mikil óánægja er meðal hjúkrunarfræðinga með kjör sín og hafa margir sagt upp störfum og nú er svo komið að ekki tekst að ráða í meirihluta lausra staða hjúkrunarfræðinga.

Camilla Rathcke, formaður læknasamtakanna, sagði að allt frá því að heimsfaraldurinn brast á hafi verið rætt um hvort nægilega mörg gjörgæslurými séu í landinu en í upphafi hafi verið sagt að sú umræða verði að bíða þar til hann sé afstaðinn en nú sé ekki hægt að bíða lengur, það vanti fleiri gjörgæslurými.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina