fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Annríki hjá lögreglunni – 6 í fangaklefum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 05:36

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á kvöld- og næturvaktinni. 63 mál voru bókuð í dagbók og 6 eru í fangaklefum.

Um klukkan þrjú í nótt voru tveir handteknir í Grafarvogi en þeir eru grunaðir um líkamsárás. Þeir voru vistaðir í fangageymslu. Á fimmta tímanum í nótt ók ökumaður bifreið inn í garð í Vesturbænum. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi lentu tvær bifreiðar í árekstri á Suðurlandsvegi við Bláfjallaveg. Þær voru báðar ökufærar á eftir og þurfti að fjarlægja þær með dráttarbifreiðum.

Í Miðborginni var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bifreið í gærkvöldi. Einnig var tilkynnt um líkamsárás á hóteli í Miðborginni. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi. Á þriðja tímanum í nótt var óskað eftir aðstoð á hótel í Miðborginni vegna ofurölvi gests sem lét ófriðlega. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Hafnarfirði var óskað eftir aðstoð vegna líkamsárásir um klukkan tvö í nótt. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi.

Fjórir ökumenn voru handteknir síðdegis í gær og gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þrír þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum og einn er grunaður um vörslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“