fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool gefur út ævisögu í formi rappplötu

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Babel, fyrrum leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, reynir nú fyrir sér á nýjum slóðum. Babel hefur nú gefið út ævisögu sína sem birtist í formi rappplötu.

Babel hafði reynt fyrir sér í rappinu á meðan á knattspyrnuferlinum stóð en sá fljótlega að það yrði illvænleg blanda þar sem að knattspyrnudraumurinn tók of mikinn tíma. Hann setti því á laggirnar útgáfufyrirtæki 22 ára gamall og tók einstaka sinnum þátt í lögum hjá öðrum röppurum.

Nýjasta plata hans, sem ber nafnið The Autobiography -Chapter 1, kom út á dögunum. Á plötunni rappar hann meðal annars um samband sitt og Rafa Benitez, fyrrum knattspyrnustjóra Liverpool sem og hvernig Louis van Gaal, hafði ekki trú á honum til þess að spila með hollenska landsliðinu á sínum tíma.

Hugmyndin að því að gera plötu kom þegar að Babel var spurður út í það í viðtali hjá The Guardian hvort hann ætlaði sér að gefa út ævisögu. Í kjölfarið skall á kórónuveirufaraldur í heiminum, knattspyrnuæfingar voru settar á ís og fljótlega hafði Babel yfir nægum frítíma að skipa.

,,Mér finnst það náttúrulegasta leiðin að miðla sögu minni í gegnum tónlist. Þess vegna segi ég frá mismunandi tímabilum lífs míns í þessum átta lögum sem birtast á plötunni,“ segir Babel um plötu sína The Autobiography – Chapter 1, sem gefur til kynna að vænta má fleirri platna frá knattspyrnumanninum og rapparanum Ryan Babel.

Hægt er að finna plötuna á streymisveitunni Spotify:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“