fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Ligue 1: Messi lagði upp öll mörkin í sigri – Ramos spilaði sinn fyrsta leik

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 14:00

Marquinhos / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain vann 1-3 sigur á Saint Etienne í frönsku Ligue 1 í dag.

Denis Bouanga kom heimamönnum yfir á 25. mínútu. Marquinhos jafnaði fyrir PSG undir lok fyrri hálfleiks. Stuttu áður hafði Timothee Kolodziejczak, leikmaður Saint Etienne, fengið rautt spjald.

Manni fleiri skoruðu PSG tvö mörk í seinni hálfleik. Angel Di Maria kom þeim yfir á 79. mínútu. Marquinhos skoraði svo sitt annað mark í uppbótartíma. Lokatölur 1-3.

Þess skal getið að Lionel Messi lagði upp öll mörk PSG í dag.

Þá lék Sergio Ramos sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann hefur verið meiddur frá komu sinni. Hann var í byrjuanrliði í dag.

PSG er að valta yfir deildina. Liðið er með 40 stig á toppi deildarinnar, 14 stigum á undan Nice sem er í öðru sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Í gær

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Í gær

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig