fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Arnar Þór var með í ráðum þegar rætt var um framtíð Eiðs – Vinnubrögð KSÍ gagnrýnd

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 13:33

Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karla var með í ráðum þegar ákvörðun um  framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarþjálfara var tekin í gærkvöldi. Þetta herma heimildir 433.is.

Heimildarmaður 433.is segir að Arnar Þór hafi verið á sama máli og stjórn KSÍ að Eiður Smári þyrfti frá að hverfa.

Meira:
Endalok Eiðs Smára hjá KSÍ tengjast gleðskap sem sambandið bauð til

KSÍ og Eiður Smári komust í gær að samkomulagi að uppsagnarákvæði í samningi hans sem tekur gildi 1 desember yrði virkt.

Sama ákvæði er í samningi Arnars Þórs og KSÍ nýtti sér hjá Eiði. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður sambandsins hefur talað vel um störf Arnars og allar líkur eru því á að hann haldi starfinu.

Hann þarf hins vegar að finna sér nýjan aðstoðarmann og er talið líklegt að hann skoði erlendan aðstoðarþjálfa. Arnar er öllum hnútum kunnugur í Belgíu og gæti leitað þangað.

Mynd/Eyþór Árnason

Á mánudag fóru að heyrast sögur af því að KSÍ ætlaði sér að segja upp samningi Eiðs Smára. Endalok hans hjá landsliðinu tengjast gleðskap þar sem leikmenn, þjálfarar og starfslið KSÍ hittist eftir leik í í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þetta herma heimildir DV. Liðið lauk þar leik í undankeppni HM og bauð Knattspyrnusambandið í glas.

Flestir á svæðinu fengu sér 1-2 drykki að leik loknum en einhverjir sátu lengur. Samkvæmt heimildum DV átti Eiður Smári samtal við Vöndu á mánudag þar sem þau ræddu málið.

Mynd/Eyþór Árnason

Vinnubrögð KSÍ gagnrýnd:

Stjórn knattspyrnusambandsins hefur farið í felur eftir að málið fór að kvisast út. Þannig hefur Vanda Sigurgeirsdóttir ítrekað sleppt því að svara símtölum vegna málsins síðustu daga.

„Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega?,“ skrifar Hafliði Breiðfjörð framkvæmdarstjóri Fótbolta.net um málið.

Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður á RÚV tekur einnig til máls. „Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?“ skrifar Magnús á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“