fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Jón og Sigurjón blása á fjölbreyttar kjaftasögur um sig – „Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 22:00

Samsett mynd: Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson blésu á kjaftasögur um sig í nýjasta þætti Tvíhöfða sem er á dagskrá Rásar 2. Kjaftasögurnar sem þeir komu inn á vörðuðu meint geðræn vandamál, kynhneigð og fíkniefnaneyslu þeirra. Svo virtist vera sem fleiri kjaftasögur væru til um Jón, en hann sagði að á meðan hann hafi verið borgarstjóri hafi margar slíkar gengið um sig.

„Ég var einu sinni borgarstjóri í Reykjavík. Þá gengu margar kjaftasögur um mig. Ein algengasta sagan var sú að ég hefði misst vitið.“ sagði Jón og bjó í kjölfarið til samtal milli fólks sem hvíslaði þessari kjaftasögu á milli sín.

„Já varstu ekki búinn að heyra? Hann er víst bara kominn inn á Klepp.“

„Nú er það?“

„Já hann missti bara vitið.“

„Einmitt, enda lafði það bara á lukkunni.“

„Var með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum“

Jón sagði að á borgarstjóratíð sinni hafi hann þekkt fólk sem þekkti vel til kjaftasöguheima og því hafi hann verið vel upplýstur um hvaða sögur væru að ganga.

„Þarna var ég með ákveðna insædera í kjaftasöguheimum, sem að sögðu mér hvaða sögur væru að ganga. Þær voru á þann veg að ég hefði misst vitið og svo á tímabili var ég hommi. Og var víst í sambúð með, eða átti einhvern kærasta, sem ég man nú ekki hver átti að vera.“

Sigurjón spurði þá hvort að hann hafi nokkuð átt að vera þessi kærasti. Jón svaraði því neitandi, en rifjaði upp að einnig hefðu verið til kjaftasögur um að Sigurjón væri samkynhneigður.

Virðulegur maður spurði út í kynhneigð Sigurjóns

„Þú hefur sjálfur verið grunaður um að vera aðeins upp á karlhöndina,“ sagði Jón og Sigurjón svaraði: „Ég hef ekki farið varhluta af því. Þetta var borið undir þig einu sinni, var það ekki?“ Jón sagði það vera rétt og sagði söguna af því.

„Það var mjög settlegur og ráðsettur maður sem spurði mig: „Sigurjón Kjartansson, vinur þinn, er hann hommi?“ Mér brá svo mikið og ég sagði: „Sigurjón, nei nei, hann er það ekki.“ En ég dauðsá eftir því um leið, því mig langaði að hafa sagt: „Hann vill halda því fram sjálfur að hann sé það ekki, en við sem þekkjum hann vitum betur.“

Sigurjón sagðist einnig hafa heyrt kjaftasögur um sig í þessum dúr, en það var þegar hann starfaði ásamt Páli Óskari.

„Já en það var líka eitthvað fling á milli ykkar,“ sagði Jón með gríntón og Sigurjón tók undir: „Jú biddu fyrir þér, svo sannarlega,“ Og í kjölfarið hlógu þeir báðir.

Heyrði að maðurinn sinn væri á kafi í eiturlyfjum

Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Doddi litli, er tæknimaður Tvíhöfða, en hann var næstur að taka orðið.

„Einu sinni var komið upp að konunni minni, og sá er ræddi við hana vissi ekkert að hún væri konan mín, og var að segja henni sögur af þessum Dodda á X-inu. Hann var víst á kafi í eiturlyfjum.“

Í kjölfarið sagði Jón að kjaftasögur um eiturlyfjaneyslu væru algengar, og að hann hefði heyrt slíkar sögur um sjálfan sig.

Hægt er að hlusta á þátt Tvíhöfða í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall