fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Hjörvar skellir fram kenningu um að ítalska-leiðin sé að virka fyrir Íslendinga

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 12:30

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi íslenskra knattspyrnumanna hefur á síðustu árum farið til Ítalíu. Íslendingaæði hefur verið hjá ítölskum félögum og var það til umræðu hjá Dr. Football í gær.

Hjörvar Hafliðason sem er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í knattspyrnu efast um hvort ítalska leiðin sé að virka fyrir Íslendinga.

„Ég ætla að leyfa mér að kalla þetta ítölsku leiðina, það eru mjög margir íslenskir fótboltamenn farnir að fara til Ítalíu. Getið þið nefnt mér dæmi þar sem ítalska leiðin hefur virkað? Ég er ekki að tala um Emil Hallfreðsson eða Birki Bjarnason,“ sagði Hjörvar í vinsælum þætti sínum í gær.

Andri Fannar Baldursson sem er í eigu Bologna var til umræðu en hann fór til félagsins árið 2019. Hann var svo lánaður til FCK í Danmörku í sumar.

„Ég er að tala um þessa nýju sprengju eftir að Andri Fannar fór til Bologna, fjórir Íslendingar hjá Bologna. Það eru nokkrir hjá Venezia og Lecce. Það er enginn að spila eða gera neitt.“

„Ég hef ekki séð hvort þeir hafa bætt sig, Andri Fannar fór ungur út og hefur alveg bætt sig. Það má setja það í efa að það hafi virkað fyrir hann,“ sagði Hjörvar.

Jóhann Már Helgason segir það vonbrigði hvernig Íslendingum gengur á Ítalíu. „Andri fékk skrefið til FCK, af þessum leikmönnum sem fóru þangað núna. Óttar Magnnús, Brynjar Ingi og Arnór Sig. Enginn af þeim hefur gert neitt, Óttar Magnús fór í þriðju deild. Enginn með alvöru mínútur í efstu deild.“

Einnig er mikið af ungum Íslendingum hjá ítölskum félögum en lítið heyrist. „Maður heyrir ekkert af þessum gaurum, getur verið að þetta ítalsk æði virki ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park