fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Skógareyðing í Amazon jókst þriðja árið í röð

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 14:30

Eldar í Amazon eru oft af mannavöldum en þeim er ætlað að ryðja skóginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilísk stjórnvöld eru aðilar að alþjóðlegu loforði um að stöðva skógareyðingu fyrir árið 2030 en í Amazon er þróunin víðs fjarri því að vera í þá áttina. Hún hefur aukist mikið síðasta árið. Ársskýrsla ríkisstjórnarinnar sýnir að hún jókst um 22% frá ágúst 2020 til júlí 2021 saman borið við sama tímabil árið á undan.

13.325 ferkílómetrar skóglendis voru ruddir og hefur skógareyðingin ekki verið meiri síðan 2006. Þetta er þriðja árið í röð sem skógareyðingin eykst en Jair Bolsonaro, forseti, hefur verið talsmaður þess að skóglendi sé rutt.

Joaquim Pereira Leite, umhverfisráðherra, sagði á fréttamannafundi í gær að tölurnar sýni að Brasilía standi enn frammi fyrir miklum áskorunum hvað þetta varðar og að stjórnvöld neyðist til að vera skýrari í afstöðu sinni til glæpa af þessu tagi. Hann sagði einnig að tölurnar sýni ekki að nýlega hafi aukin áhersla verið lögð á að stöða ólöglega skógareyðingu en að einnig sé þörf á harðari aðgerðum.

Amazon er stærsti regnskógur heimsins og stór hluti hans er í Brasilíu. Skógurinn er sannkölluð gullkista líffræðilegs fjölbreytileika en fjórðungur allra tegunda lífvera á jörðinni lifir í skóginum. Skógurinn er einnig mikilvægur við að stöðva loftslagsbreytingarnar því trén taka CO2 í sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi