fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Ungir leikmenn landsliðsins urðu fyrir erfiðri lífsreynslu í göngutúr í Reykjavík – ,,Þurftum að vera þeim innan handar“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 20:00

Eythor Arnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Már Sævarsson segir að eldri og reynslumeiri leikmenn íslenska karlalandsliðsins hafi verið yngri leikmönnum innan handar er gagnrýni rigndi yfir liðið í samfélaginu í haust.

Landsliðið var í verkefni í september þegar leikmenn lentu í því að vera kallaðir nauðgarar á götum úti. Um tvö atvik var að ræða. Það fyrra á æfingu liðsins í Safamýri. Það seinna átti sér stað þegar liðið fékk sér göngutúr í Reykjavík.

Þetta kom í kjölfar umræðu um meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Þá var Knattspyrnusamband Íslands sakað um að hylma yfir með brotunum. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður og öll stjórn KSÍ gerði slíkt hið sama.

,,Þetta var hundleiðinlegt. Það er enginn sem vill fá svona kallað á eftir sér. Maður tekur þetta ekkert rosa mikið inn á sig. Bara aðallega leiðinlegt að stemningin sé þessi,“ sagði Birkir Már í viðtali við Fótbolta.net. 

Hann segir að eldri leikmenn hafi þurft að vera til staðar fyrir yngri leikmenn á þessum tímum.

,,Við sem eldri erum og höfum gengið í gegnum nokkur ár með landsliðinu, við þurftum að vera þeim innan handar ef þeim fannst þeir þurfa það. Ég held við höfum gert það ágætlega við gömlu karlarnir, taka utan um ungu strákanna og reyna að láta þeim líða vel inni í landsliðinu, þetta væri ekki svona rosa þrúgandi eins og alls staðar annars staðar.“

,,Það er óhætt að segja að þetta hafi verið þyngsti tíminn (með landsliðinu).“

Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, sagði frá uppákomunni í göngutúrnum snemma í haust.

„Til að setja hlutina í samhengi, talandi um spennustig. Okkur langar að gefa ykkur eitt dæmi hvað þetta er oft erfitt fyrir þessa drengi. Að finna stuðning og búa til stuðning fyrir liðið. Þá er íslenska karlalandsliðið í göngutúr á leikdegi á heimavelli í Reykjavík og þeir þurfa að sitja undir því að kallað sé á þá nauðgarar, nauðgarar. Fjölskyldumenn og ungir drengir, þetta er erfitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks
433Sport
Í gær

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar