fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Móðir í Reykjavík krefst fulls forræðis yfir börnum sínum og fyrrverandi eiginmanns – Sakar hann um að rassskella börnin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 17:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föður tveggja barna, stúlkna sem fæddar eru árið 2014 og 2015, hefur verið birt stefna til forsjársmáls í Lögbirtingablaðinu. Fyrrverandi eiginkona hans krefst fulls forræðis yfir börnunum en hjónin skildu lögskilnaði árið 2016.

Fólkið er upphaflega frá Víetnam en konan býr á Íslandi með börnum sínum, maðurinn fór hins vegar frá Íslandi árið 2017 og er ekki vitað hvar hann býr. Ekki tókst að birta honum stefnuna og er hún því birt í Lögbirtingablaðinu.

Konan og maðurinn eru skráð með sameiginlega forsjá stelpnanna en konan fullyrðir að faðir þeirra hafi ekki látið þær sig varða árum saman. Því sé henni nauðsynlegt að höfða mál til að fá ein fulla forsjá stúlknanna.

Konan sakar manninn um ofbeldi gegn sér og dætrunum, hafi hann beitt þær líkamlegum refsingum, meðal annars rassskellingum. Um þetta segir í stefnunni:

„Meðan aðilar málsins bjuggu saman var stefnandi aðal umönnunaraðili og uppalandi barnanna. Stefndi hugsaði lítið sem ekkert um dæturnar en beitti þær hins vegar harðræði og notaði t.d. rassskellingar sem líkamlega refsingu gagnvart þeim. Stefndi beitti stefnanda einnig ofbeldi og hrinti henni einu sinni í gólf á heimili þeirra. Í annað skipti kýldi hann hana í höfuðið að dætrunum viðstöddum, hrifsaði dæturnar síðan af stefnanda, setti þær inn í bíl og ók af stað með þær ölvaður. Kallað var til lögreglu vegna þessa atviks, sbr. lögregluskýrslu á dskj. 4.“

Í texta stefnunnar kemur einnig fram að maðurinn hafi átt að afplána dóm hér á landi nýlega:

„Stefnandi fékk nýlega símtal frá Fangelsismálastofnun sem var að leita að stefnda vegna þess að hann átti að afplána dóm. Virtist Fangelsismálastofnun ekki heldur hafa neinar upplýsingar um hvar hann væri niðurkominn. Lögmaður stefnanda hefur sömuleiðis reynt að hafa upp á stefnda en árangurs.“

Gerð er krafa um að konan fari ein með forsjá barnanna og föðurnum verði gert að greiða meðlag með þeim. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin