fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Svakalegt myndband frá Liverpool: Sprengdi sig í loft upp í leigubíl – Bílstjórinn hylltur sem hetja

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. nóvember 2021 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílstjórinn David Perry er nú hylltur sem hetja í Bretlandi eftir að hafa læst meintan hryðjuverkamann inni í leigubíl sínum og lifað það af þegar ódæðismaðurinn sprengdi sig í loft upp. Fjölmiðlar ytra birtu í dag myndband af sprengingunni í leigubílnum en lögregla hefur ekki enn gefið út hvort að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

 

Í myndbandinu má sjá leigubílinn koma brunandi upp að Kvennaspítala Liverpoolborgar og nokkrum andartökum síðar springur hann í loft upp. Mikill reykur stígur upp og brak úr bílnum dreifist út um allt. Eftir nokkrar sekúndur má sjá leigubílstjórann, áðurnefndan David Perry, skjögra út úr bílnum og hlaupa frá bílnum og fær hann þegar aðstoð frá manni sem er viðstaddur sprenginguna.

Myndband The Sun frá árásinni:

Þann 15. nóvember minnast Bretar lokum fyrri heimstyrjaldarinnar og fallinna hermanna. Sprengingin í leigubílnum átti sér stað nánast á slaginu kl.11 fyrir hádegi en á sama tíma er yfirleitt skipulögð þögn til að minnast hinna látnu. Lögreglan rannsakar nú hvort að tímasetningin hafi verið þaulskipulögð.

Í fréttum ytra hefur komið fram að ódæðismaðurinn hafi stigið upp í leigubíl Perry og beðið hann um að keyra sig að dómkirkjunni í Liverpool, þar sem um 1.200 manns hafi verið viðstaddir messu í tilefni dagsins. Hann hafi svo skipt um skoðun og óskað eftir því að vera keyrður upp að áðurnefndum spítala.

Leigubílstjórinn David Perry hafi veitt því eftirtekt að einhvers konar ljós var á klæðum mannsins sem að hann var sífellt að fikta í. Leigubílstjórinn hafi strax fengið á tilfinninguna að eitthvað óeðlilegt væri á seyði og sá grunur var sannarlega á rökum reistur.

Hann er hylltur sem hetja í Bretlandi því með snörum handtökum virðist hann hafa náð að læsa hryðjuverkamanninn inni bílnum og takmarkað þannig þann skaða sem varð af árásinni. Perry meiddist sjálfur í sprengingunni en meiðsli hans eru þó ekki alvarleg. Hryðjuverkamaðurinn var sá eini sem lést en ekki hefur enn verið borin kennsl á hann.

David Perry, leigubílstjórinn sem er hylltur sem hetja.

BBC hefur eftir Joanne Anderson, borgarstjóra Liverpoo: „Leigubílstjórinn ótrúlegt hugrekki. Gjörðir hans komu í veg fyrir hræðilegan harmleik við spítalann.“

Þrír aðrir meintir vitorðsmenn, allir á þrítugsaldri, voru handteknir síðar sama dag í lögregluaðgerð í Kensington-hverfi Liverpool en umfangsmiklar aðgerðir hafa staðið yfir síðan ódæðið átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast