fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Skiptar skoðanir á nýja Bónussvíninu – „Þú tekur ekki eitt mest iconic svín allra tíma og fokkar í því?“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bónussvínið var aldrei fullkomið. Lengi vel hafa Íslendingar rökrætt um hönnunin á þessu þekktasta vörumerki landsins.  Hvers vegna raufin snéri öfugt á svíninu, hvers vegna augun vísuðu í sitt hvora áttina og hvers vegna annað augað var þykkara en hitt. En þrátt fyrir gallana hefur svínið hefur fest sig í sessi sem eitt þekktasta merki landsins og hafa fjölmargir Íslendingar dálæti á ófullkomnun þess.

Þetta dálæti kom skýrt fram í gær þegar Bónus tilkynnti allt í einu að gamla ófullkomna svínið væri úr sögunni. Eins og þruma úr heiðskíru lofti birtist nýtt Bónussvín, svínið er ekki lengur með rauf sem snýr öfugt, augun vísa í sömu áttina og augun eru jafn þykk. Ófullkomnunin var horfin á brott og nýtt fullkomnara, sætara og enn bleikara svín komið í staðinn.

Og fjandinn varð laus.

Um leið og nýja svínið steig sín fyrstu skref á alnetinu fóru Íslendingar á samfélagsmiðlinum Twitter að missa vitið. „Hvar er gamla svínið?“ spurðu netverjar í kór, hræddir um að það væri nú þegar komið í sláturhúsið og komið í kótilettur í verslunum nýja svínsins.

Ekki eru þó allir ósáttir því nokkuð af fólki hefur lýst yfir aðdáun á breytingunni. „Mér er alveg sama hvað ykkur aumingjunum finnst, nýji Bónus grísinn er sætasti grísinn og ég elska hann,“ segir til dæmis einn aðdáandi nýja svínsins í færslu á Twitter sem fékk þó minni viðbrögð en þær færslur sem úthúða nýja svíninu.

Ljóst er að Íslendingar hafa miklar skoðanir á breytingunni en þær skoðanir eru skiptar. Breytingar á rótgrónum merkjum eins og Bónussvíninu vekja alltaf upp mikil viðbrögð, að minnsta kosti í smá stund þar næsta „vandamál“ kemur í ljós.

En það er engin ástæða til þess að bíða eftir næsta „vandamáli“ þegar við erum með eitt fyrir framan okkur, nýja Bónussvínið. Því hefur DV tekið saman allt það helsta sem Íslendingar hafa haft að segja um nýja svínið á samfélagsmiðlinum Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi