fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Sjáðu byrjunarlið Íslands gegn Rúmenum: Þrjár breytingar – Birkir jafnar leikjametið

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 18:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætir Rúmeníu ytra í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Leikurinn er liður í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fram fer árið 2022. Byrjunarlið Íslands í leiknum hefur verið tilkynnt.

Þrjár breytingar eru gerðar á liðinu frá síðasta leik gegn Liechtenstein. Ari Freyr Skúlason, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen koma inn í liðið fyrir þá Guðmund Þórarinsson, Þóri Jóhann Helgason og Viðar Örn Kjartansson.

Birkir Bjarnason jafnar leikjamet Rúnars Kristinssonar með landsliðinu í kvöld. Hann leikur sinn 104. leik.

Ísland er í fimmta sæti undanriðilsins með 8 stig. Liðið er 5 stigum á eftir Rúmenum sem eru í öðru sæti, umspilssæti. Möguleiki Íslands á að hafna í öðru sæti riðilsins er sáralítill. Ef Norður-Makedónar vinna leik sinn gegn Armenum sem nú stendur yfir er Ísland endanlega úr leik í baráttunni. Staðan er 2-0 fyrir Norður-Makedóna þegar seinni hálfleikur er um það bil hálfnaður.

Byrjunarlið Íslands

Elías Rafn Ólafsson – Alfons Sampsted, Brynjar Ingi Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Ari Freyr Skúlasson – Ísak Bergmann Jóhannesson, Birkir Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson – Albert Guðmundsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rooney landar nýju starfi

Rooney landar nýju starfi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kostulegt myndband – Sungu níðsöngva um Saka sem svaraði skemmtilega fyrir sig

Kostulegt myndband – Sungu níðsöngva um Saka sem svaraði skemmtilega fyrir sig